"Ólafur hinn góði"

Það er yndislegt að vita til þess að Ólafur Ólafsson á ennþá laust fé í sjóðum til að styðja sálrænt við bakið á þeim sem hafa farið illa út úr efnahagshruninu.  Mér finnst Ólafur sýna mikla manngæsku og góðan hug með þessu því hann á svo mikið fé.  Hann á svo mikið fé að hann getur ennþá ferðast með þyrlunni sinni upp í Borgarfjörð í sveitasæluna, sem reyndar er reglulega trufluð af nágrönnum hans sem reyndar eru að reyna vinna fyrir sér í sveita síns andlits og hafa staðið í málaferlum við góðmennið Ólaf.

Illgjarnir hælbítar Ólafs gætu aftur á móti freistast til að spyrja hvernig honum áskotnaðist allt þetta fé og hvar það er geymt?  Hvort hluti fjárins sé í stíum á karabískum eyjum eða annars staðar geymt þar sem skattgreiðslur eru lítt eða ekki þekktar?  Hvort Ólafur tók þátt í að blása upp blöðruna sem sprakk á Íslandi svo eftirminnilega þann 6. október?  Nema að hagnaðurinn af Samskipum sé svona ríflegur. 

En gleymum því ekki að Ólafur er góðmenni því hann lánaði arabískum olíufursta, vini sínum nafnið sitt og fé til að kaupa hlut í Kaupþingi og fannst sjálfssagt að gera vini sínum þann greiða að láta viðskiptin ganga í gegn um skattaparadís.  Svona er nú Ólafur góður við þá sem minna mega sín.

Þess vegna líður mér miklu betur núna þegar Ólafur er búinn að gefa 20 milljónir til að standa undir sálrænum vandamálum almúgans á Íslandi eftir að örfáir einstaklingar hafa mergsogið land og þjóð.  Var Ólafur Ólafsson nokkuð einn af þeim???


mbl.is Aurora úthlutar 111,5 milljónum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Hahahaha....

Kaldhæðið, en ég er algerlega sammála þér, bíð reyndar eftir að sjá frétt um að viðskiptafélagi Ólafs, Finnur nokkur Ingólfsson reyni líka að kaupa sér góðvild hjá fólki sem búið er að missa allan sinn sparnað til elliáranna.

Björn Jónsson, 13.2.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ólafur er góðmenni, um það þarf ekki að ræða frekar. Gott ef fleiri í sömu stöðu skriðu nú útúr tréverkinu og létu gott af sér leiða. Ég er bara hræddur um að tuttugu kúlur ( svo notað sér tungutak auðmanna ) hafi lítið að segja í það svarthol sem gerðir þeirra hafa skapað. Vilji menn kaupa sér aflátsbréf og syndaaflausn þá þarf meira til. Peningarnir einir duga ekki. Var það ekki annars eitthvað svona sem Martin Luther var til dæmis að fetta fingur út í á sínum tíma ?

Hjalti Tómasson, 13.2.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Aliber

Gaman að benda á að þessi sjóður er sjálfseignastofnun frá árinu 2007 og Ólafur getur ekki leyst peningana til sín. Hann gaf þá og á þá því ekki lengur. Því er líklegt að þessi sjóður eigi meiri pening en stofnendurnir í dag. Það hlakkar í fólki við tilhugsunina ekki satt?

Og já þyrlan var víst seld til þýskalands fyrir áramót...

Aliber, 13.2.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband