Verðbréfaguttinn

Guðmundur Franklín verðbréfasali er að verða fastagestur hjá Agli Helgasyni.  Guðmundur þessi virðist hafa allt að því dáleiðandi áhrif á Egil Helgason að minnsta kosti fór ekki mikið fyrir gagnrýnum spurningingum hjá sjónvarpsstjörnunni í gær þar sem hann mændi á viðmælandann Guðmund Franklín.

Þeir félagarnir eyddu dýrmætum tíma í að þylja upp atriði sem öllum eru ljós, eins og að ytri aðstæður áttu sinn þátt í hruni bankanna, að bankarnir höfðu stækkað heldur mikið fyrir hrunið og bönkunum var illa stjórnað.  Guðmundur lét sig meira að segja hafa það að eftirlitið með bönkunum hafi verið lélegt og að stjórnmálamennirnir hefðu dansað með.  Það er dálítið merkilegt hvað Egill er fundvís á einstaklinga sem höfðu séð hrunið fyrir allt að þremur árum áður en það varð.  Þessir einstaklingar fylla flokk með Davíð Oddssyni og fleirum sem engin áhrif virðast hafa haft í íslensku þjóðfélagi.

Guðmundur Franklín sagði andaktugur að ekkert hefði verið gert til að ná tökum á ástandinu hér á Íslandi, enginn hefði gert nokkurn skapðann hlut nema rífast um Icesave og ESB.  Hann ráðleggur íslendingum að gleyma bara Icesave og hneykslast á því að bara einhverjir hafi verið sendir til að semja.  Guðmundur virðist hafa góð sambönd inn í bresku samninganefndina amk miðað við hvernig hann talar en hann lýsti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem varðhundi fjármuna breta og fleirri.  En svo hélt áfram að slá út í fyrir honum, hann virtist halda að lán AGS væri til að nota til að borga Icesave - þvílík steypa.

Guðmundur tók síðan seðlabankastjóra í stutta kennslustund um stýrivexti og taldi 12% stýrivexti í 11% verðbólgu alltof háa.  Sem skýrir líklega hvers vegna hann er hættur verðbréfamiðlun á Wallstreet.

Guðmundi fannst lífeyrissjóðirnir til óþurftar og setti síðan fram plan um efnahagsráðstafanir fyrir Ísland.  Í þeim hluta þáttararins glitti í vitglóru eins og þegar hann talaði um verðbætur, veðsækni banka og lögfræðiaðgerðir en svo sló fljótt út í fyrir honum aftur.  Þá fór hann að tala um að setja skattfrelsi á fyrirtæki í landinu og bætti svo um betur og fann atvinnuleysisbótum allt til foráttu.  Hann gerði ráð fyrir að íslendingar væru upp til hópa óheiðarlegir atvinnuleysingjar að vinna svart og hirða bætur með. 

Ekki fékk rikisstjórn Samfylkingar og VG háa einkunn hjá verðbréfaguttanum.  Hann taldi að ríkissjtórn Jóhönnu hefði sett hér allt á frostmark og hún ætti að segja af sér - líklega til að koma íhaldinu og framsókn aftur að.  Þá glitti einnig í íhaldssama þjóernisrembuna þegar hann talaði af innblásnu og upphöfnu viti um EB.  Samkvæmt því sem Guðmundur segir eigum við að selja okkur álfyrirtækjunum hið fyrsta.

Kyssum á vöndinn - förum alla leið til helvítis og fáum Guðmund Franklín til að redda þessu - hann þarf þrjár vikur til eða svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Datt einmitt inn í þáttinn þarna, en hafði ekki hugmynd um hver þessi gaur er.  Mér fannst þetta eins og standup. Í alvöru. Ég hélt að þetta væri satýra. Ef hann er með eitthvað agenda, þá er hann á launum sem spunameistari einhverra skringilegra afla.

Hef ekki nokkrar áhyggjur af að nokkur taki svona froðusnakk alvarlega.  Maður finnur einn svona á hverri kaffistofu í bænum.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 17:00

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

hmmmm nú er nauðsynlegt að rifja upp "sögurnar" um Gúnda verðbréfasala á Wall Street sem skuku litlu Reykjavík fyrir 15 árum eða svo.  Ekki er algjörlega treystandi á að gullfiskaminni þjóðarinnar sé algjört.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.9.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband