Viðhaldsmeðferðin á Vogi hefur valdið byltingu.

Ég leyfi mér að taka og birta hér fyrir neðan grein sem tekin er af síðu SÁÁ - saa.is um viðhaldsmeðferð sprautufíkla.  Þessi meðferð hefur gefið góða raun og sparað íslensku samfélagi milljónir í löggæslu, viðbúnaði á bráðadeildum og geðdeildum auk óbeinna jákvæðra áhrifa.   En hér kemur greinin.

"Viðhaldsmeðferðin er lyfjameðferð fyrir sprautufíkla sem eru háðir morfíni. Í byrjun meðferðar fara sprautufíklarnir  á Sjúkrahúsið Vog og þaðan í framhaldsmeðferð í 4-6 vikur. Eftir það sækja þeir lyfin sín á Vog mis oft sundum daglega en oftast vikulega. Flestir sjúklingarnir sem fara í þessa meðferð hafa verið oftar en 10 sinnum á Vogi og margsinnis reynt önnur meðferðarúrræði  án árangurs.

Komið hefur í ljós að þessi viðhaldslyfjameðferð hefur reynst flestum þessara sjúklingum eins og kraftaverk. Í fyrsta sinni hafa þeir getað sótt sína eftirfylgni og framhaldsmeðferð og haldið sig frá vímuefnum í einhvern tíma. Í kjölfarið hafa þeir axlað félagslegar skyldur sínar í vaxandi mæli. Þeir hafa í fyrsta skipti getað sótt sér félagslega aðstoð og nám. Tekið vaxandi þátt í uppeldi barna sinna,atvinnulífinu og losað sig frá dómum og skilorðum. Fjárhagslegur ávinningur fyrir þjóðfélagið er gríðarlegur.

Umfang þessarar meðferðar hefur vaxið stöðugt á þessum 10 árum og þá ávinningurinn líka. Í dag eru um 65 konur og karlar í slíkri meðferð frá Sjúkrahúsinu Vogi. Það eru fleiri en innritaðir eru á bæði Staðarfell og  Vík. Lyfjaafhendingar eru um 4000 á ári og læknaviðtöl 700.  Lyfjakostnaður hefur hækkað talsvert vegna gengisbreytinga og er í dag um 25 milljónir á ári. Heildarkostnaður við þessa meðferð er um 40 milljónir á ári. "

Svo mörg voru þau orð.  Það er mjög mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið komi í Háskólabíó miðvikudagskvöldið 7. október 2009.  Húsið opnar kl. 19:00 og dagskrá hefst kl. 20:00.  Þannig sýnum við stuðning okkar við SÁÁ í verki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband