Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Við eigum náttúruauðlindirnar

Það sem hefur einkennt kosningabaráttuna eru rangfærslur illa upplýstra frambjóðenda sjálfstæðisFLokksins og frjálslyndra um fórnir okkar við inngöngu í Evrópusambandið. 

Það er öllum ljóst sem vilja kynna sér málin að við eigum náttúruauðlindir okkar áfram þó við gerum samning við ESB um inngöngu.  Þannig er það auðvitað öllum ljóst að þegar Össur olíumálaráðherra finnur olíu á Drekasvæðinu þá mun Íslenska þjóðin eiga hana og njóta góðs af.  Þeir sem reyna að halda öðru fram eru hreinlega að skrökva og það er ekki fallegt.

Vona að þið eigið góðan kosningadag og merkið við S fyrir Samfylkinguna.


Sigur og ósigur

Heldur Arnbjörg Sveinsdóttir að breytingar á stjórnarskrá Íslands snúist um hvort Sjálfsstæðisflokkurinn og spilltir þingmenn hans hafi einhvern "sigur" í þinginu?   Því sama þingi og þeir eru búnir að lítillækka undanfarna tvo áratugi og aldrei sem nú.  Arnbjörg Sveinsdóttir ætti auðvitað að hafa í huga hagsmuni almennings á Íslandi en ekki örfárra sægreifa sem telja sig eiga auðlindir við Íslands strendur og telja sig þess umkomna að kaupa þingmenn sjálfsstæðisflokksins til liðs við sig.

Í huga Arnbjargar, Birgis Ármannssonar, Sigurðar Kára Kristjánssonar og fleiri þingmanna FLokksins snýst tilvera þeirra ekki um hagsmuni venjulegra íslendinga heldur um að vernda auðmennina sem hafa graðkað undir sig verðmætum sem íslenska þjóðin á með réttu.  Þau þurfa að vernda subbugengið sem stóð fyrir því að veðsetja íslensk heimili. 

Þingmenn sjálfstæðisFLokksins mega hafa skömm að skrípaleik sínum - sjaldan hafa þau lagst jafn lágt.


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Það er mikill fengur í Evu til að rannsaka óþverrann sem hefur lifað í skjóli hins svokallaða "frjálsa hagkerfis".  Það hefur sjaldan verið jafnljóst hversu rangt Hannes Hólmsteinn og meðreiðarsveinar hans höfðu fyrir sér um hinn frjálsa markað sem þeir sögðu að þyrfti ekki eftirlitskerfi, markaðurinn myndi sjá um það sjálfur, markaðurinn þyrfti ekki reglur og lög. 

Við getum séð það á atburðum nýliðinna ára hversu rangt þetta var.  Og í skjóli þessa blómstraði starfssemi sem í besta falli var rétt utan við hið löglega en að mestu leyti er líklega langt utan þess sem er löglegt og siðlegt.  Og þeir einstaklingar sem þar blómstruðu og söfnuðu sér auði sem falinn er víðsvegar um heiminn eru örugglega ekki öðru vísi en erlendir kollegar þeirra sem gæta hagsmuna sinna oft með hótunum og ofbeldi.  Og njóta of oft stuðnings spilltra stjórnmálamanna.


mbl.is Joly sérstakur ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynning á frambjóðendum til varaformanns.

Þeir stóðu sig vel þeir félagar Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson. Gætu báðir sómt sér vel í embætti.  Ágúst Ólafur Ágústsson fráfarandi varaformaður flokksins var hylltur af landsfundinum enda hefur hann staðið sig vel í embætti og var einna fyrstur í forystu flokksins á sínum tíma til að sjá í hvílíku feigðarflani við vorum í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum.

Stemming á landsfundi

Það er alltaf gaman að koma á landsfund Samfylkingarinnar.  Þar hittir maður vini og félaga til margra ára og svo fólk sem maður sér sjaldnar en finnur samt fyrir hlýju og notalegheitum nálægt.  Svo skemmir ekki þessi skemmtilega og uppbyggjandi umræða sem fram fer í nefndunum.  Hlakka til dagsins í dag því í dag skiptum við um formann Samfylkingarinnar og kjósum okkur nýjan varaformann.

Að sjálfsögðu

Það er öllum sem vilja kannast við ljóst að til þess að ná trausti út á við á ný verðum við að fá erlenda aðila inn í eignarhald bankanna.  En við eigum líka að gæta þess að íslenska ríkið eigi virkan hlut í bönkunum, amk meðan það ábyrgist innistæður þeirra.  Svo er nauðsynlegt að gæta þess að ævintýra- og óreiðumenn eins og Davíð Oddson og félagar sitji ekki að öllu stýrikerfinu og dragi okkur út í mýri.  Síðast en ekk síst væri ráð að almenningur á Íslandi fengi sent hlutabréfin sín því fjármálaráðherra, hver sem hann er, er ekki treystandi til að fara með hlut almennings, hvorki í bönkum né öðrum fyrirtækjum í eigu eða hlutaeigu íslensku þjóðarinnar.
mbl.is Erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök eða landlægt óréttlæti?

Heyrði áðan fréttir um að bönkum og öðrum vörsluaðilum sérstaks lífeyrissparnaðar væri heimilt að taka allt að eitt prósent umsýslugjald af þessari milljón sem venjulegt fólk getur nú tímabundið tekið út fyrir tímann. 

Ég ætlaði ekki að trúa þessu - að félagshyggjuflokkarnir VG og Samfylking með þau Jóhönnu Sigurðar og Steingrím J. hefðu leitt slíka heimild til þjófnaðar í lög, en verð víst að trúa því.  Gott og vel það er þá eins gott að Samfylkingin nái að endurnýja mannskapinn sem á að setjast á þing fyrir hönd flokksins í vor því þeir sem hafa lagt í þennan viðbótarlífeyrissparnað þurfa ekki aðeins að glíma við neikvæða ávöxtun á þessu fé heldur þarf þetta fólk einnig að greiða þjónustu bankana fullu verði.  Og þeir sem hafa lagt þetta fé inn til lífeyrissjóðanna horfa á gífurlega sóun þeirra sem þar fara með völd.

Það er ekki hægt að afsaka þessa lagasetningu með því að kalla þetta mistök illa uppalinna embættismanna fjármálaráðuneytis við frumvarpsgerð, heldur virðist þetta vera landlægt óréttlæti sem núverandi fjármála- og forsætisráðherrar eru orðnir samdauna.  Það vantar greinilega fólk á þing sem getur leiðbeint þeim í þessum efnum.

Ég er í boði.


Lokadagur prófkjörs.

Jæja þá eru það síðustu metrarnir í þessu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. 

Ég er nokkuð ánægður með undirtektir við framboðið mitt og stóð allar áætlanir um kostnað. 

Ég hafði sett mér að eyða ekki meira en eitt hundrað þúsund krónum í þetta ævintýri og niðurstaðan verður vel undir því líklega um það bil 65 til 70 þúsund, sem ég greiði af framfærslueyri fjölskyldunar. 

Ég ákvað líka að taka mér ekki frí úr vinnu til að vinna að framboðinu en náði samt að mæta á flest það sem okkur frambjóðendum var boðið upp á til kynningar. 

Eitt og annað hefði mátt fara betur í skipulagi og framkvæmd þessa prófkjórs af flokksins hálfu en við lærum af þessu og komum sterk til leiks í næsta skipti. 

Þegar á heildina er litið hefur þessi stutti tími verið skemmtilegur og gefandi og vonandi árangursríkur.


Næst er það Lífeyrissjóðurinn

Til hamingju VR félagar með nýja stjórn og nýjan formann.  Næsta skref er að hreinsa til í Lífeyrissjóði Verslunarmanna.  Þar hefur fólk vaðið yfir okkur sem erum sjóðsfélagar á skítugum skónum og sóað fjármunum okkar.  Það má ekki misskilja mig, ég er ekki að tala um almenna starfsmenn sjóðsins, heldur forstjóra hans og stjórn stjóðsins.  Það má líka gjarnan koma atvinnurekendum úr endanlega stjórn sjóðsins, vera þeirra þar skapar tortryggni og býður upp á ófaglegar ákvarðanir umfjárfestingar.
mbl.is Kaupþingsmálið vó þungt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um forystumál Samfylkingar.

Leyfi mér að skeyta við þessa færslu slóð inn á heimasíðu Péturs vinar míns Tyrfingssonar hvar hann gerir að umræðuefni forystumál Samfylkingarinnar.  Gæti ekki komið þessu skýrar á framfæri og lýsi mig algerlega sammála hugmyndinni. 

http://tyrfingsson.wordpress.com/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband